Ársskýrsla Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2015

Kynntu þér fjölbreytta starfsemi setranna

Stefna Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2015-2017 var kynnt á ársfundi stofnunarinnar á Húsavík 9. apríl sl. Stefnan tekur mið af stefnu Háskóla Íslands og er ætlað að verða starfsemi rannsóknasetra leiðarvísir inn í framtíðina.

Forsíða

Stofnun rannsóknasetra

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands (áður Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands) er rannsókna- og þjónustustofnun sem heyrir undir Háskólaráð. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Stofnunin byggist á rannsóknasetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni sem eru faglega sjálfstæðar einingar.

Markmið stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.
 
Forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er Sæunn Stefánsdóttir.
Birna Gunnarsdóttir verkefnisstjóri hjá Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands sinnir stjórnsýslustörfum fyrir stofnunina.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is