Ágengar sjávarlífverur við Ísland

Óskar Sindri Gíslason, doktorsnemi og starfsmaður við Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum, er einn greinarhöfunda í nýjasta tölublaði tímaritsins Sjávarafl en það kom út nú í desember 2014.
 
Þessi fróðlega grein fjallar um ágengar sjávarlífverur við Ísland en nýjar og framandi tegundir hér við land hafa meðal annars verið viðfangsefni Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum.  
 
Á myndinni má sjá þá Óskar Sindra og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumann Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum við rannsóknastörf.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is