Annáll 2016 Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Starfsmenn voru tveir í ársbyrjun, báðir í 100% starfi, Jón Einar Jónsson forstöðumaður og Árni Ásgeirsson náttúrufræðingur. Ellen Magnúsdóttir líffræðingur kom í 3 vikna vinnu í maí og júní. Þá starfaði mastersnemi frá Frakklandi, Gilles Chen við setrið sumarlangt. Gilles gerði mastersritgerð um þekkingarheim æðarbænda við Agro Paris Tech háskólann, en leiðbeinendur voru Dr. Douglas Nakashima og Jón Einar Jónsson. Gilles tók viðtöl við 20 æðarbændur um allt land og varði ritgerð sína í París í september.

Tveir framhaldsnemar útskrifuðust frá okkur á árinu. Aldís Erna Pálsdóttir varði mastersverkefni sitt um afrán á æðarkolluhreiður 14. janúar. Aldís kynnti verkefni sitt á tveimru ráðstefnum, á Oikos í Finnlandi í febrúar og á Vistís í Reykjavík í mars með veggspjaldi. Aldís er nú doktorsnemi við rannsóknasetrið á Suðurlandi. Þórður Örn Kristjánsson doktorsnemi lauk við doktorsrigerð sína um varpvistfræði æðarfugls og varði hana 2. september. Andmælendur við doktorsvörn Þórðar voru Dr. Sveinn Are Hanssen frá Norsk Polar Institututt og Dr. Jonathan Green frá Háskólanum í Liverpool.

Í apríl hélt rannsóknasetrið á Snæfellsnesi upp á 10 ára afmæli sitt, fyrst með afmælisfyrirlestri í Ráðhúsinu 6. apríl og svo í tengslum við Ársfund Stofnana rannsóknasetra Háskóla Íslands. Rúmlega 70 manns sóttu ársfundinn sem haldinn var á Fosshóteli Stykkishólmi 15. apríl. Daginn áður héldu forstöðumenn rannsóknasetranna vinnufund á Hótel Fransiskus sem endaði með kvöldverði á Narfeyrarstofu. Ársfundinum lauk svo með móttöku í Æðarsetri Íslands að Frúarstíg.

Æðarkolla á hreiðri. Ljósm. Árni Ásgeirsson

Æðarkollur voru merktar þriðja sumarið í röð. Nýmerktar voru 204 æðarkollur, auk þess sem 83 voru endurheimtar með merki frá fyrri árum. Farið var í sömu sjö eyjar og heimsóttar voru 2015. Gott tíðarfar auðveldaði merkingar og nú hafa 418 æðarkollur verð merktar við Stykkishólm frá og með 2014. Varptími æðarkollna hófst á nokkuð eðllegum tíma eða upp úr 20. maí og lauk merkingum um miðjan júní. Varpárangur var nokkru lakari en 2014-2015 en var þó 50-70% í Landey, Hjallsey og Stakksey.

 

 

Árið 2014 hófum við að merkja æðarkollur í Landey, Hjallsey og Stakksey í samstarfi við norska SEATRACK-verkefnið. Settir voru út 46 nýjir hnattstöðuritar á æðarkollur og 34 slíkir endurheimtust frá fyrri árum. Jón Einar Jónsson sótti vinnufund SEATRACK í Tromsö í nóvember.

Æðarungar voru taldir við Breiðafjörð í 10. sinn og var fjöldi þeirra í meðallagi eða 0.6 ungar/kollu. Rituvarp gekk mun skár en í mörg undanfarin ár og sáust nú 2-3 ungar í flestum hreiðrum. Rituhreiður á suðursvæði Breiðafjarðar eru mun færri en þau voru fyrir 20 árum en fjöldi þeirra er nokkuð stöðugur frá og með árinu 2006. Flest ritubjörgin litu mun betur út í ár en í mörg ár þar á undan, og sömuleiðis var varp lunda og kríu líflegra en oft áður.

Ritutalningin er samstarfsverkefni með Náttúrustofu Vesturlands. Stofnanirnar fóru einnig í Kolgrafafjörð 22. júlí til botnsýnatöku 4. árið í röð og þá voru vatnafuglar á Snæfellsnesi taldir 6. árið  í röð.

Þrjár birtingar komu út í alþjóðlegum vistfræðitímJón Jakobsson, Gilles Chen og Árni Ásgeirsson. Ljósm. Jón Einar Jónssonaritum, um sníkjudýr í æðarhreiðrum,  um komu æðarkollna í varp Rifi og svo um fæðunám snjógæsa á 1. ári. Á ársfundi Æðarræktarfélags Íslands 12. nóvember hélt Jón Einar Jónsson erindi um mikilvægi klóþangs fyrir ungauppeldi æðarfugls. Sjálfboðaliðar SEEDS heimsóttu Rannsóknasetrið 20. júní og fengu að kynnast starfseminni. Loks hlaut Jón Einar akademískan framgang innan HÍ þann 1. júlí í starf vísindamanns.

Starfsmenn Rannsóknasetursins þakka fyrir sig og fyrir samstarfið á árinu 2016.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is