Ársfundur 2013

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands var haldinn Sandgerði fimmtudaginn 21. mars 2013 undir yfirskriftinni Rannsóknir og þekkingarstörf á landsbyggðinni. Um fimmtíu manns sátu fundinn.

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands setti ársfundinn að lokinn kynningu á starfsemi Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum og hins nýstofnaðs Þekkingarseturs Suðurnesja þar sem fundurinn var haldinn.  Þá sagði Rögnvaldur Ólafsson forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ stuttlega frá starfseminni árið 2012 og gerði grein fyrir helstu rannsóknum á vegum setranna.  Ýtarlegri upplýsingar um starfsemi rannsóknasetranna 2012 má finna í Ársskýrslu Stofnunar rannsóknasetra.

Þrír starfsmenn rannsóknasetra sögðu frá rannsóknum sínum. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði hélt erindi sem nefndist Að miðla arfi Þórbergs; Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir verkefnisstjóri hjá Rannsóknasetri HÍ á Húsavík fjallaði um Hagræn áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu og Óskar Sindri Gíslason doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum sagði frá verkefni sínu Landnám grjótkrabba við Ísland: rannsóknir og hagnýting.

Í lok fundarins undirrituðu Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ og Rögnvaldur Ólafsson forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ samning ráðuneytisins og Háskóla Íslands um Rannsóknasetur HÍ, viðauka með samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis við Háskóla Íslands.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is