Ársfundur 2014

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra var haldinn í Námu, sal Endurmenntunar, 20. mars 2014 og sóttu hann um fimmtíu manns.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra setti fundinn en síðan flutti Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands ávarp.

Á fundinum fluttu Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir forstöðumaður og Ragnar Edvardsson sérfræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum erindið "Í ver, í vísindi" um þverfræðilegt rannsóknaverkefni þar sem erfða- og efnafræðilegar greiningar á fornum þorskbeinum sem gefa nýja sýn á verslun og búsetuþróun á Íslandi.

Erindi Tómasar Grétars Gunnarssonar forstöðumanns Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi  nefndist Sjálfbær nýting auðlinda: landbúnaður og vistkerfi. Þar sagði hann m.a. frá viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni um rannsóknir á áhrifum landbúnaðar á fuglalíf.

Loks fjallaði Hilmar Janusson forseti verk- og náttúruvísindasviðs HÍ um rannsóknaáherslur sviðsins og möguleika á auknu samstarfi við rannsóknasetur HI en erindi hans nefndist Til hvaða verka skulum við hvetja?

Fundarstjóri var Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra, og lauk fundinum með stuttri samantekt hennar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is