Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra 2016 haldinn í Stykkishólmi 15. apríl nk.

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands verður haldinn í Stykkishólmi föstudaginn 15. apríl nk. Fundurinn fer fram á Hótel Stykkishólmi.

Unnið er að dagskrá og nánari tilhögun ársfundarins. Við sama tækifæri verður 10 ára afmæli Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi fagnað. Gera má ráð fyrir að ársfundurinn hefjist um hádegisbil og standi fram eftir degi. Boðið verður upp á sætaferðir frá Aðalbyggingu Háskóla Íslands í Stykkishólm og tilbaka.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is