Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2019

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands verður haldinn í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni fimmtudaginn 28. mars nk. kl. 13:30 - 16.30. Fundurinn er opinn öllum en gestir eru beðnir að skrá sig.  Skráningu lýkur föstudaginn 22. mars. 

Rútuferð verður milli Aðalbyggingar HÍ og fundarstaðar á Laugarvatni.  Rútan leggur af stað frá Aðalbygginu kl. 11:30.  Nauðsynlegt er að taka fram við skráningu hvort óskað er eftir sæti í rútunni.  Áður en fundur hefst á Laugarvatni verður boðið upp á létt snarl.

Dagskrá:

13.30   Setning ársfundar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

13.40   Ávarp
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

13.50   Ávarp
Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar

14:00   Hvað er rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða?
Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða

14:20   Þjóðgarðar - óleysanlegar mótsagnir eða hvatning til breyttrar hugsunar ? 
Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði

14:40   Kaffi

15:10   Náttúruvernd og landnotkun
Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi

15:30   Hafa villt dýr réttindi? Spjall um umhverfissögulega rannsókn á sambúð manns og villtra dýra á Íslandi
Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi

15:50   Áhrif manna á búsvæði fugla
Aldís Erna Pálsdóttir, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi

16:10   Fundarslit og samantekt
Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands

Fundarstjóri: Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands

Boðið verður upp á léttar veitingar að fundinum loknum.  Rúta til Reykjavíkur leggur af stað frá Laugarvatni kl. 17.00.

Fundurinn er öllum opinn en gestir eru vinsamlega beðnir að skrá sig 
Skráningu lýkur 22. mars.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is