Ársskýrsla Stofnunar rannsóknasetra 2015

Ársskýrsla Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2015 er komin í birtingu á vef stofnunarinnar. Skýrslan er ríkulega myndskreytt og greinir frá helstu áföngum í starfsemi rannsóknasetra Háskóla Íslands á landsbyggðinni á árinu 2015. Ársskýrslan er að venju gefin út í tengslum við ársfund Stofnunar rannsóknasetra HÍ en hann er að þessu sinni haldinn í Stykkishólmi í tilefni af því að 10 ár eru síðan Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi tók til starfa.

Ársfundurinn verður í Hótel Stykkishólmi föstudaginn 15. apríl og hefst dagskráin kl. 13.  Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra setur fundinn og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, flytja ávörp. Á fundinum verða flutt fjölbreytt og áhugaverð erindi sem öll tengjast náttúru og nytjum, en nánar má fræðast um dagskrá ársfundarins á vefsíðu Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands .

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is