Forsíða

Austurland

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi hefur tekið starfa á ný með ráðningu Unnar Birnu Karlsdóttur sagnfræðings í starf forstöðumanns. 

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi var fyrst sett á fót 2008. Hlé var gert á reglulegri starfsemi síðla árs 2010 vegna aðhaldsaðgerða HÍ  í kjölfar kreppunnar en Stofnun rannsóknasetra hélt úti rannsóknum m.a. á svæðisbundinni fjölmiðlun ásamt fleiri smærri rannsóknaverkefnum sem unnin voru á svæðinu ásamt því að veita stuðning til að hægt væri að auka tímabundið þjónustu við nemendur í fjarnámi við HÍ.
 
Frá árinu 2015 hefur verið starfsemi á vegum Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi með rannsóknaverkefninu „Maður og náttúra“ þar sem hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu er viðfangsefnið. Afrakstri verkefnisins verður m.a. gerð skil í bók sem Sögufélagið mun gefa út á næsta ári. 
 
Unnur Birna hefur aðstöðu í Vonarlandi, Tjarnarbraut 39 á Egilsstöðum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is