Um stofnunina

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi tók til starfa á ný 1. júní 2018 með ráðningu Unnar Birnu Karlsdóttur sagnfræðings í starf forstöðumanns. 

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi var fyrst sett á fót 2008. Hlé var gert á reglulegri starfsemi síðla árs 2010 vegna aðhaldsaðgerða HÍ  í kjölfar kreppunnar en Stofnun rannsóknasetra hélt úti rannsóknum m.a. á svæðisbundinni fjölmiðlun ásamt fleiri smærri rannsóknaverkefnum sem unnin voru á svæðinu ásamt því að veita stuðning til að hægt væri að auka tímabundið þjónustu við nemendur í fjarnámi við HÍ.
 
Frá árinu 2015 hefur verið starfsemi á vegum Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi með rannsóknaverkefninu „Maður og náttúra“ þar sem hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu er viðfangsefnið. Afrakstri verkefnisins verður m.a. gerð skil í bók sem Sögufélagið mun gefa út á næsta ári. 

Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur tók við stöðu stöðu forstöðumanns setursins 1. júní 2018 en frá byrjun sumars 2015 hafði hún gegnt stöðu akademísks sérfræðings við Stofnun rannsóknasetra HÍ á Austurlandi. Unnur Birna hefur m.a. starfið við rannsóknarverkefnið „Maður og náttúra“ þar sem viðfangsefnið er hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu.

Í doktorsritgerð sinni 'Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900 – 2008' fjallaði Unnur Birna um sambands manns og náttúru frá sjónarhóli og aðferðafræði umhverfissagnfræði. Eftir Unni Birnu liggja nokkrar fræðigreinar og bókarkaflar og hefur hún flutt fjölmarga fyrirlestra um umhverfismál og umhverfissagnfræði. Þá hefur hún komið að kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Unnur Birna hefur gegnt starfi forstöðumanns Minjasafn Austurlands frá 2012 en áður starfaði hún á Þjóðskjalasafni Íslands. Þá hefur Unnur Birna tekið virkan þátt í félagsstarfi sagnfræðinga og safnamanna.

Nánar má lesa um rannsóknir, birtingar og verkefni Unnar Birnu á meðfylgjandi slóð. 
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is