Doktorsnemi hlýtur styrk Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands

Á dögunum hlaut Aldís Erna Pálsdóttir styrk Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fyrir verkefni sitt sem snýr að áhrifum breytinga á landnotkun á vaðfuglastofna. Rannsóknaverkefnið er unnið við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi og er forstöðumaður þess Tómas G. Gunnarsson, einn leiðbeinenda Aldísar Ernu.

Áður hafði Tómas fengið styrk úr  Doktorssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára til verkefnisins.  

Við óskum Aldísi Ernu til hamingju með styrkinn! Nánar má lesa um styrkveitingu Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is