Erlendir ferðamenn á Húsavík, Siglufirði, Höfn og í Mývatnssveit sumarið 2015

Niðurstöður fjögurra skýrslna um erlenda ferðamenn á Húsavík, Siglufirði, Höfn í Hornafirði og í Mývatnssveit sýna að dvalarlengd gesta og útgjöld þeirra voru misjöfn eftir áfangastöðum sumarið 2015. Margt var þó líkt með gestum þessara staða, s.s. búsetuland þeirra, val á tegund gistingar, ferðafélagar og uppruni upplýsinga.

Skýrslurnar komu nýverið út hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála, en verkefnið var samstarfsverkefni RMF, Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík, Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og Þekkingarnets Þingeyinga. Höfundur og umsjónaraðili verkefnisins var Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir.

Í skýrslunum eru birtar niðurstöður ferðavenjukannana sem framkvæmdar voru á þessum stöðum sumarið 2015. Meðal þess sem kannað var í verkefninu var neysluhegðun og útgjaldamynstur erlendra gesta á hverjum stað auk þess sem svæðisbundið umfang ferðaþjónustunnar var áætlað út frá niðurstöðunum. Skýrslurnar má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar ferðamála: (http://www.rmf.is/is/um-rmf/frettir/erlendir-gestir-nidurstodur-ferdavenjukonnunar).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is