Aðalvefur

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra 2019 á Laugarvatni 28. mars nk.

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra verður haldinn í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni fimmtudaginn 28. mars nk.  Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir að skrá sig. Skráningu lýkur 22. mars. 

Dagskrá

13.30       Setning ársfundar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

13.40       Ávarp. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

13.50       Ávarp. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar

14:00       Hvað er rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða? Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða

14:20       Þjóðgarðar - óleysanlegar mótsagnir eða hvatning til breyttrar hugsunar? Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði

14:40       Kaffi

15:10       Náttúruvernd og landnotkun. Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi

15:30       Hafa villt dýr réttindi? Spjall um umhverfissögulega rannsókn á sambúð manns og villtra dýra á Íslandi. Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi

15:50       Áhrif manna á búsvæði fugla.  Aldís Erna Pálsdóttir, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi

16:10       Fundarslit og samantekt. Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands

Fundarstjóri: Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands

Að fundinum loknum verður boðið upp á léttar veitingar.

Rútuferð verður frá Aðalbyggingu HÍ kl. 11.30 og aftur frá Laugarvatni kl. 17:00 (ef ekki kemur til boðaðs verkfalls rútubílstjóra 28.mars) Boðið verður upp á léttan hádegisverð á Laugarvatni áður en fundurinn hefst.

Skráning á ársfundinn er á vefslóðinni https://goo.gl/forms/rmdZvKpbBCGTsJLm1

 

Hornsílið rannsakað af krökkum á sumarnámskeiði í Bolungarvík

Hressir krakkar hafa gert víðreist í kringum Bolungarvík síðustu daga. Taka þau þátt í sumarnámskeiði á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Markmiðið með námskeiðinu er að gefa grunnskólanemum innsýn inn í vísindarannsóknir á lífríki sjávar og nýtingu þess.

Á námskeiðinu hafa þátttakendur fengið innsýn og prufað sig áfram með fjölbreyttar rannsóknir. Þau hafa kortlagt búsvæði fiska, gert botnmælingar í sjó, lagt hornsílagildrur og veitt með strandnót svo dæmi séu nefnd. Þátttakendur hafa t.d. rannsakað hornsílið, en hann er einn mesti rannsakaði fiskur í heimi. Krakkarnir hafa veitt og merkt hornsíli og gert tilraun til að meta hvað þeir eru margir. Þá hafa þau skoðað kvarnir (eyrnabein) hornsíla í smásjám til að meta hvað fiskarnir eru gamlir, pælt í vexti þeirra og veiðistofnum. Loks hafa þau gert tilraunir með mismunandi veiðarfærum á rannsóknastofu í því markmiði að kanna hvaða áhrif veiðar geta haft á hinu ýmslu eiginleika fiskistofna. Þá hafa þátttakendur kynnst því hvernig fiskveiðar og aðrar sjávarnytjar þróuðust á Vestfjörðum frá landnámi og að nútíma. Munu þau skoða verstöðvar og hvalveiðistöðvar ásamt því að skoða fiskibein og hvalbein úr fornleifarannsóknum.

Aðspurð segir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Vestfjörðum, að krakkarnir standi sig vel og séu afar áhugasöm um lífríki sjávar. Þau veigri sér ekki við að vaða, veiða og prufa rannsóknatæki vísindamanna setursins hvort sem er innandyra eða utan.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum var sett á fót 2007. Rannsóknir setursins eru bæði á sviði fiskilíffræði og fornleifafræði og sérstök áhersla er þar á rannsóknir á haf- og strandsvæðum.

 

Hornsílið rannsakað af krökkum á sumarnámskeiði í Bolungarvík

Hressir krakkar hafa gert víðreist í kringum Bolungarvík síðustu daga. Taka þau þátt í sumarnámskeiði á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Markmiðið með námskeiðinu er að gefa grunnskólanemum innsýn inn í vísindarannsóknir á lífríki sjávar og nýtingu þess.

Á námskeiðinu hafa þátttakendur fengið innsýn og prufað sig áfram með fjölbreyttar rannsóknir. Þau hafa kortlagt búsvæði fiska, gert botnmælingar í sjó, lagt hornsílagildrur og veitt með strandnót svo dæmi séu nefnd. Þátttakendur hafa t.d. rannsakað hornsílið, en hann er einn mesti rannsakaði fiskur í heimi. Krakkarnir hafa veitt og merkt hornsíli og gert tilraun til að meta hvað þeir eru margir. Þá hafa þau skoðað kvarnir (eyrnabein) hornsíla í smásjám til að meta hvað fiskarnir eru gamlir, pælt í vexti þeirra og veiðistofnum. Loks hafa þau gert tilraunir með mismunandi veiðarfærum á rannsóknastofu í því markmiði að kanna hvaða áhrif veiðar geta haft á hinu ýmslu eiginleika fiskistofna. Þá hafa þátttakendur kynnst því hvernig fiskveiðar og aðrar sjávarnytjar þróuðust á Vestfjörðum frá landnámi og að nútíma. Munu þau skoða verstöðvar og hvalveiðistöðvar ásamt því að skoða fiskibein og hvalbein úr fornleifarannsóknum.

Aðspurð segir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Vestfjörðum, að krakkarnir standi sig vel og séu afar áhugasöm um lífríki sjávar. Þau veigri sér ekki við að vaða, veiða og prufa rannsóknatæki vísindamanna setursins hvort sem er innandyra eða utan.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum var sett á fót 2007. Rannsóknir setursins eru bæði á sviði fiskilíffræði og fornleifafræði og sérstök áhersla er þar á rannsóknir á haf- og strandsvæðum.

 

Minnstu skógar geta haft áhrif á varp mófugla

Skógrækt á varpsvæðum mófugla eins og heiðlóu og spóa hefur ekki aðeins áhrif á varp á ræktunarsvæðinu sjálfu heldur einnig utan jaðars þess, óháð stærð og tegund skóga. Þetta er meðal þess sem rannsóknir doktorsnemans Aldísar Ernu Pálsdóttur við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi hafa leitt í ljós og kynntar verða á ársfundi Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.
 
Háskóli Íslands starfrækir níu rannsóknarsetur víða um land þar sem vísindamenn og nemendur vinna að forvitnilegum og blómlegum rannsóknum á jafnólíkum fræðasviðum og lífríki hafsins, umhverfi og landnýtingu, ferðamálum, bókmenntum, þjóðfræði og fornleifafræði, í góðu samstarfi við heimamenn. Á ársfundi Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands, sem fram fer fimmtudaginn 28. mars á Laugarvatni, veita starfsmenn setranna innsýn í starfsemina og í hópi fyrirlesara er Aldís Erna Pálsdóttir, doktorsnemi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi.
 
Aldís vinnur að rannsókn á áhrifum breytinga á landnotkun á Íslandi á mófuglastofna sem verpa hér á landi, en í hópi þeirra eru þúfutittlingur og vaðfuglar eins og heiðlóa, hrossagaukur, tjaldur og stelkur. „Upphaflegt markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif svokallaðar landbútunar á fuglastofna, þ.e. þegar stór landsvæði eru brotin niður í smærri einingar með ýmiss konar uppbyggingu. Land víðast hvar í Evrópu er mikið bútað niður en Ísland er enn þá tiltölulega dreifbýlt og því er gott að skoða þessi byrjunarstig landbútunar og hvaða áhrif þau hafa á fugla hér á landi. Auk þess hýsir Ísland stóran hluta ýmissa vaðfuglastofna, eins og heiðlóu, og okkur ber því lagaleg skylda til að vernda búsvæði þessara tegunda. Ísland er því kjörið fyrir slíka rannsókn,“ segir Aldís.
 
Mófuglar kunna alla jafna vel við sig á opnum svæðum og Aldís bendir á að við uppbyggingu mannsins á varpsvæðum mófugla missi fuglarnir ekki einungis landið sem fer undir uppbygginguna heldur verða oft einnig svokölluð jaðaráhrif þannig að fuglarnir forðast uppbyggingarsvæði og missa þ.a.l. meira varpsvæði en uppbyggingin sjálf afmarkar. „Hingað til hef ég kannað þessi jaðaráhrif annars vegar í kringum skóga og hins vegar í og við sumarbústaðarlönd. Til þess að kanna þessi áhrif tel ég fugla nálægt þessum uppbyggingarstöðum og ber saman við fjölda fugla og tegundasamsetningu fjær uppbyggingarstöðunum,“ segir Aldís um rannsóknina.
 

Mófuglar forðast skógarjaðarinn

Aldís segir fyrstu niðurstöður rannsóknanna sýna að flestar tegundir mófugla forðast skógarjaðarinn. „Skógarþröstur og hrossagaukur fundust í meira mæli nálægt skóginum en tjaldur, jaðrakan, spói, heiðlóa, lóuþræll, stelkur og þúfutittlingur fundust frekar lengra frá skóginum og var þetta samband mjög marktækt. Það merkilega við þessar niðurstöður er að stærð skógar (hæð og breidd), þéttleiki hans og gerð trjáa hafði engin áhrif á þessa „fælni“ fuglanna sem bendir til þess að jafnvel minnstu skógar geti framkallað þessi áhrif,“ segir hún og bætir við að upplýsingarnar megi nýta til þess að skipuleggja framtíðaruppbyggingu skóga þannig að þeir hafi sem minnstan jaðar. „Þetta er t.d. hægt með því að hafa þá eins hringlaga og hægt er og einnig að rækta frekar færri en stærri skóga en marga trjáreiti hér og þar.“
 
Enn er verið að vinna úr niðurstöðum á áhrifum sumarhúsauppbyggingar á varp mófugla en þær benda að sögn Aldísar til þess að skógarþresti fjölgi þar sem húsum fjölgi en fjöldi hrossagauka breytist ekki með fjölda húsa. Þá séu vísbendingar um að hinar fimm tegundirnar, sem skoðaðar voru í rannsókninni, forðist hús að einhverju leyti. „Stefnt er að því að stórauka skógrækt á Íslandi og sumarhúsum fjölgar hratt og því gætu þessar niðurstöður rannsóknarinnar nýst til þess að skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu á þann hátt að hún hafi sem minnst áhrif á fugla landsins,“ segir Aldís aðspurð um þýðingu rannsóknanna.
 
Aldís státar af bæði BS- og MS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands og aðspurð hvað heilli hana við fræðigreinina segir hún hnattræna hlýnun og þær breytingar sem fylgi henni fela í sér áskoranir sem hún vilji taka þátt í að leysa. „Jörðin er að taka miklum og hröðum breytingum með hækkandi hitastigi, súrnun sjávar og röskun á búsvæðum lífvera og okkur ber skylda til að reyna að vernda þær dýrategundir sem eftir eru. Með því að fara í líffræði og vinna að rannsóknum og birta niðurstöður þeirra get ég vonandi lagt mitt af mörkum til að vernda þær tegundir sem hér eru. Starfið sjálft hefur enn fremur mikla kosti. Ég kynnist fjölmörgu áhugaverðu fólki sem kemur til landsins til að safna gögnum fyrir rannsóknir og ég ver tveimur mánuðum á hverju sumri í útivinnu en á sama tíma er þetta krefjandi og ég tekst á við nýjar áskoranir á hverjum degi. Ég gæti ekki hugsað mér að gera neitt annað,“ segir hún að endingu.
 
Hægt er að fræðast frekar um rannsóknasetur Háskóla Íslands víða um land og ársfund Stofnunar rannsóknasetra á vef stofnunarinnar.

Málþing á Skagaströnd 13. apríl nk: Selir og samfélag við Húnaflóa í fortíð, samtíð og framtíð

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra býður til opins málþings um margslungið samband manna og sela við Húnaflóa í fortíð, samtíð og framtíð. Á málþinginu munu koma saman fræðimenn af ýmsum sviðum sem eiga það sameiginlegt að stunda rannsóknir á Norðurlandi vestra og deila rannsóknum sínum og niðurstöðum og kanna möguleikann á frekara samstarfi í framtíðinni. Málþingið er öllum opið og án endurgjalds. Fyrirlestrar munu fara fram á íslensku og ensku.

Að loknu málþingi verður haldið kvöldverðarboð með þátttakendum á veitingastaðnum Fellsborg á Skagaströnd. Verðið er 5900 kr á mann. Þeir sem vilja vera með í kvöldverðinum þurfa að skrá sig með því að hafa samband við Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumann Rannsóknasetursins, fyrir 1. apríl næstkomandi. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst í netfangið vilhelmv@hi.is

Dagskrá / Programme

Laugardaginn 13. apríl 2019 / Saturday 13 April 2019

 

13:00-13:05 – Opening remarks by dr. Vilhelm Vilhelmsson, director of the University of Iceland Research Centre in Northwestern Iceland.

13:05-13:30 – Unnur Birna Karlsdóttir, „Umhverfissagnfræði sem aðferð í rannsóknum á sambúð manns og villtra dýra á Íslandi.“

13:30-13:55 - Sandra M. Granquist, „The triangle drama; an ecological perspective of anthropogenic interactions with seal populations in Iceland“.

13:55-14:20 – Vilhelm Vilhelmsson, „Selveiðar við Húnaflóa: Sögulegt yfirlit“.

14:20-14:45 – Helen ßler, „Under water vocalisations of harbour seals in Húnaflói“.

14:45-15:15 – Coffee break

15:15-15:40 – Dagrún Ósk Jónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson, „Yfirnáttúrulegar sagnir um seli“.

15:40-16:05 –Jessica Faustini Aquino, Sandra Magdalena Granquist and Georgette Leah Burns, „An Ethical Framework for Seal Watching Management Development“.

16:05-16:30 - Jessica Faustini Aquino, „Neolocalism and Seal Watching Tourism Development“.

16:30-17:00 – Discussion

17:00-18:00 – Closed meeting/discussion for participants

18:00 – Conference dinner

 

 

Styrkur til Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu til söfnunar upplýsinga og skráningar menningararfs

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa hlaut á dögunum styrk til söfnunar upplýsinga og skráningar menningararfs. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra úthlutaði  styrkjum vegna fjarvinnslustöðva. Valnefnd um samkeppnisframlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024 bárust 16 umsóknir sem sóttu samtals um 180 m.kr. en 30 m.kr. voru til úthlutunar.

Verkefni Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum hlýtur samtals 18 m.kr. í styrk á þremur árum. Nánari upplýsingar veitir Jón Jónsson, þjóðfræðingur og verkefnisstjóri við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofu.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, hlaut einnig styrk úr sama sjóði til að koma upp gagnagrunni sáttanefndabóka. 

Styrkur til Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra til að koma upp gagnagrunni sáttanefndabóka

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra úthlutaði nýlega styrkjum vegna fjarvinnslustöðva. Valnefnd um samkeppnisframlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024 bárust 16 umsóknir sem sóttu samtals um 180 m.kr. en 30 m.kr. voru til úthlutunar. 

Fjögur verkefni voru styrkt og hlaut Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra eitt þeirra. Verkefnið snýst um gerð gagnagrunns sáttanefndabóka. Gjörðabækur sáttanefndar verða myndaðar og komið á stafrænt, veflægt form ásamt því að útbúinn verður leitarbær veflægur gagnagrunnur um innihald bókanna. 

Verkefninu er stýrt af Vilhelm Vilhelmssyni, forstöðumanni Rannsóknaseturs HÍ, á Norðurlandi vestra, og fékk verkefnið 9 m.kr. styrk með möguleika á að sækja áfram um fjárveitingar til verkefnisins sem skipulagt er til fimm ára.

Sáttanefndir voru settar á fót í danska konungsríkinu og þar með á Íslandi á árunum 1795-1787 og störfuðu þær langt fram á 20. öld. Hlutverk þeirra var að miðla málum og leita sátta í minniháttar misklíðarefnum á milli manna og létta þar með undir með störfum héraðsdómara. Nefndirnar höfðu ekki dómsvald. Sáttanefndir voru töluverð réttarbót fyrir alþýðufólk sem þurfti síður að leggja í kostnaðarsaman og tímafrekan málarekstur hjá sýslumanni. Í bókum sáttanefnda er að finna margvíslegar upplýsingar um líf og hagi alþýðufólks á Íslandi á 19. öld. Bækurnar veita því merkilega innsýn í íslenska alþýðumenningu fyrr á tíð. 

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra. 

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa, fékk einnig styrk úr sama sjóði til söfnunar upplýsinga og skráningar menningararfs. 

Rannsóknir á plasti í kræklingi

Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands, og Hermann Dreki Guls, líffræðingur, við setrið, komu við sögu í fréttaskýringaþætti Kveiks um plas og áhrif þess á lífríkið.

Í þættinum kom m.a. fram að Halldór Pálmar og Dreki hafa undanfarið safnað kræklingi á sex stöðum á landinu. Niðurstöður eru ekki fullbúnar en gefa til kynna að örplast finnist í um helmingi kræklings við Ísland. Þáttinn í heild sinni má sjá hér.

Opið hús í Túni

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík stendur fyrir opnu húsi laugardaginn 3. nóvember nk. milli 13 og 16.

Rúm tíu ár eru síðan starfsemi rannsóknasetursins hófst en við rannsóknasetrið er lögð áhersla á rannsóknir á hvölum og ferðaþjónustu. 

Starfsfólk og nemendur rannsóknasetursins bjóða upp á kaffi og kleinur og kynna verkefni og rannsóknir setursins.

Verið hjartanlega velkomin!

Jón Jónsson ráðinn verkefnisstjóri við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu

Jón Jónsson þjóðfræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Starfið var auglýst í júli sl. og bárust þrjár umsóknir. Jón er með meistarapróf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Áður en hann kom til starfa við rannsóknasetrið starfaði hann sem menningarfulltrúi Vestfjarða í tæpan áratug. Þar áður rak Jón rekið eigið fyrirtæki á sviði miðlunar sögu og þjóðfræða. Jón hefur stundið margvíslegar rannsóknir í þjóðfræði og nýverið gaf Háskólaútgáfan út bók hans Á mörkum mennskunnar. Viðhorf til förufólks í sögnum og samfélagi.

Jón hefur gegnt tímabundnu starfi við rannsóknasetrið síðustu tvö árin eða frá því að setrinu var komið á fót haustið 2016. Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Ísland, segir að með ráðningunni sé starfið orðið ótímabundið og þannig mikilvægt skref tekið til að festa starfsemi Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu enn betur í sessi.

Með samningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands í ársbyrjun 2016 var sett af stað vinna við að greina tækifæri og leiðir við að koma rannsóknasetrinu á fót, en áður hafði Strandagaldur staðið fyrir rekstri Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Á grunni þessarar vinnu varð úr að ráðuneytið fól Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands að hefja starfsemi rannsóknaseturs í þjóðfræði á Ströndum, í náinni samvinnu við heimamenn. Að hluta til er byggt á þeim góða grunni sem áður hafði verið lagður með starfsemi Þjóðfræðistofu Strandagaldurs. Aðsetur rannsóknasetursins er í Þróunarsetrinu á Hólmavík.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofa er eitt af níu rannsóknasetrum Háskóla Íslands um landið. Viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt, en á meðal þeirra eru lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, fornleifafræði og þjóðfræði.

Markmið Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er m.a. að stuðla að rannsóknum, menntun og leiðbeiningu framhaldsnema víða um land og vera vettvangur samstarfsverkefna háskólans við nærumhverfi og nærsamfélög setranna. Með þeim hætti leggja rannsóknasetrin sitt af mörkum við að efla tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands býður Jón Jónsson hjartanlega velkominn til starfa.

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is