Fyrirlestur um sögu geðheilbrigðismála

11. maí 2013 hélt Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur fyrirlestur um Guðmund  Björnsson landlækni og umbætur í geðheilbrigðismálum á fyrstu árum 20 aldar. Fyrirlesturinn var haldinn í Kvennaskólanum á Blönduósi og var hann samvinnuverkefni Rannsóknasetursins á Skagaströnd og Þekkingasetursins á Blönduósi. Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur hefur síðustu ár rannsakað íslenska geðheilbrigðissögu á seinni hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar og leggur hann lokahönd á dr. ritgerð um efnið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is