Gestir frá Norðurlöndunum í heimsókn


Norrænir gestir á vinabæjarmóti á Skagaströnd 4.- 6. júlí heimsóttu rannsóknasetrið laugardaginn 5. júlí. Lára Magnúsardóttir forstöðumaður setursins kynnti það og bókasafn Halldórs Bjarnasonar, sem þar er til húsa. Sagði  Lára gestunum frá starfseminni, helstu verkefnum og hugmyndafræðinn á bak við stofnun slíkra háskólasetra vítt um landið. Gestirnir voru frá vinabæjum Skagastrandar, sem eru: Lohjo í Finnlandi, Växjö í Svíþjóð, Hönefoss (Ringerike) í Noregi og Åbenrå í Danmörku.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is