Grein um þorskseiði í Journal of Fish Biology

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Vestfjörðum, Guðmundur Gunnarsson, nemi við setrið, og Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunarinnar á Ísafirði, birtu nýlega grein um fyrstu niðurstöður rannsókna sem staðið hafa um nokkurt skeið á botntöku þorskseiða.

 

Greinin fjallar um niðurstöður greininga á stöðugum efnasamsætum og magainnihaldi fyrsta árs þorskseiða við upphaf og lok botntöku, þ.e. yfir þann tíma sem seiðin skipta úr sviflægri yfir í botnlæga vist. Niðurstöðurnar sýna að það forskot sem stærri seiði hafa við upphaf botntöku hefur aukist við lok botntöku, sem bendir til svokallaðs „snowball effect“.

 

Greinin birtist í tímaritinu Journal of Fish Biology og hana má nálgast hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is