Aðal forsíða

Stefna Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2015-2017

Stefna Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2015-2017 var kynnt á ársfundi stofnunarinnar á Húsavík 9. apríl sl. Stefnan tekur mið af stefnu Háskóla Íslands og er ætlað að verða starfsemi rannsóknasetra leiðarvísir inn í framtíðina.

Grein í Nature Photonics

Vísindamenn á eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans hafa sýnt fram á ljósmögnun í nýstárlegri tegund bylgjuleiðara þar sem ljósið er bundið í svokölluðum rafgasskautunareindum. Rafgasskautunareindir eru samþætt ástand ljóss og rafeinda á málmyfirborði og hafa því bæði eiginleika ljóseinda og efniseinda. Niðurstöður rannsóknahópsins, sem Kristján Leósson stýrði, birtust í tímaritinu Nature Photonics (http://www.nature.com/nphoton/journal/v4/n7/abs/nphoton.2010.121.html)

Rannóknir í örljóstækni

Mynd af vísindamanninum: 

Kristján Leósson leggur stund á rannsóknir í ljósfræði og örljóstækni, m.a. tækni sem tengist ljósleiðarasamskiptakerfum og notkun ljósrása í líftækni. Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Kristján hefur einnig umsjón með hreinherbergi örtæknikjarna, en þar hafa vísindamenn aðstöðu til að framleiða örrásir og aðra hluti á örsmæðarskala.

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is