Námskeið um bækur Þórbergs Þórðarsonar

OPIÐ NÁMSKEIÐ UM BÆKUR ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR

 

 

Háskólasetrið á Höfn og Þórbergssetur bjóða öllum Hornfirðingum og íbúum nærsveita að taka þátt í opnu námskeiði þar sem fjallað verður um Þórberg Þórðarson, ævi hans og verk. Námskeiðið verður haldið hálfsmánaðarlega á þriðjudagskvöldum á milli kl. 20 og 22 í Pakkhúsinu á Höfn. Dagskráin er eftirfarandi:

 

10. feb. 09          Farið yfir ævi- og ritferil Þórbergs í stórum dráttum.

24. feb. 09          Bréf til Láru, pistlar og ritgerðir Þórbergs.

10. mars 09        Íslenskur aðall og Ofvitinn.

24. mars 09        Sálmurinn um blómið.

 7. apríl 09           Suðursveitarbækurnar

 

Í sumarbyrjun verður í boði að þátttakendur fari saman í heimsókn á Þórbergssetur, dagsetning ákveðin síðar.

 

Öllum er heimil þátttaka og fólki er frjálst að mæta í eitt eða fleiri skipti eftir því sem þeim hentar. Stjórnendur námskeiðsins eru Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur á Háskólasetrinu, og Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is