Um Rannsóknasetrið

 

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði er rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðausturlandi. Það var formlega stofnað 30. nóvember 2001. Meginhlutverk þess er að auka þekkingu um náttúrufar, menningu og samfélag á Suðausturlandi, bæði með sjálfstæðum rannsóknum og með því að veita fræðimönnum og nemendum, erlendum jafnt sem innlendum, aðstöðu til rannsókna- og fræðastarfs. Setrið er til húsa í Nýheimum, mennta- og menningarsetri Hornfirðinga.
 
Meginviðfangsefni Rannsóknasetursins hafa frá upphafi verið rannsóknir á sviði umhverfismála og náttúruverndar, einkum í tengslum við ferðaþjónustu og starfsemi á friðlýstum svæðum. Við setrið eru einnig stundaðir rannsóknir um jöklafræði og loftlagsbreytingar, um bókmenntir og listir, og í þjóðfræði. 
 
Rannsóknasetrið heyrir undir Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands. Markmið stofnunarinnar er að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is