Húmorsþing á Hólmavík

Laugardaginn 14. apríl verður haldið stórmagnað húmorsþing á Hólmavík. Þar verður blandað saman fyrirlestrum, fróðleik og fjöri og öll sem áhuga hafa hjartanlega velkomin. Um daginn verða málstofur og þjóðfræðilegir fyrirlestrar um húmor, móttaka í Rannsóknasetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu, stórmagnað kvöldverðar hlaðborð á Café Riis og síðan skemmtun um kvöldið, PubQuiz með gamansömu húmorsívafi, tónlistaratriði og uppistand. Á eftir verður dansað smávegis. Það er því um að gera að taka daginn frá og stefnuna norður á Strandir. 

 

 

 

 

Dagskrá Húmorsþingsins:

16:30 - Fróðleikur og húmorsfræði - staðsetning: Pakkhús, Café Riis

Kristinn Schram: Húmorfræði á fimm mínútum

Kristín Einarsdóttir: Það er ekkert öruggt að hann smæli

Agnes Jónsdóttir: "Hvað er svona fyndið?" Uppistand sem einhliða samtal
Jón Jónsson: Skemmtikraftar eða aðhlátursefni: Framkoma við förufólk í gamla sveitasamfélaginu
Eiríkur Valdimarsson: Kynlíf og gamla bændasamfélagið - er eitthvað fyndið við það?

18:00 Mótttaka á Rannsóknarsetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa, Hnyðja í Þróunarsetrinu á Hólmavík

19:00 Hlaðborð á Café Riis
Glæsilegt hlaðborð á Café Riis, verð 3000 kr. Best er að panta í hlaðborðið í síma: 451-3567

20:30 Skemmtidagskrá á Riis

Pub Quiz um gleði og gamanmál
Villi Vandræðaskáld skemmtir mannskapnum
Pétur Húni: Pseudo - þjóðfræðilegt laumuhúmorískt atriði
Rachel Schollaert með uppistand
Alice Bower fyndnasti háskólaneminn: Tröllið tjáir sig

Dans, gleði og gaman fram eftir nóttu!

Samstarfsaðilar um Húmorsþing á Hólmavík 2018 eru Þjóðfræði við Háskóla ÍslandsRannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa, Fjölmóður - fróðskaparfélag á Ströndum, Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrók, félag þjóðfræðinema.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is