Hlutverk og starfsemi

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsókna- og þjónustustofnun sem heyrir undir háskólaráð. Stofnunni byggist á rannsókna- og fræðasetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni sem eru faglega sjálstæðar einingar. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Markmið stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Forstöðumaður rannsóknarsetra Háskóla Íslands er Sæunn Stefánsdóttir.

 

Birna Gunnarsdóttir verkefnisstjóri hjá Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands sinnir stjórnsýslustörfum fyrir stofnunina.


 

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík

Lykilforsendur fyrir því að staðsetja rannsóknasetur á sviði sjávarspendýra á Húsavík:

  • Mikil þekking og áhugi heimafólks á sjávarspendýrum
  • Sterkir atvinnuvegir við fiskveiðar og hvalaskoðun
  • Einstakt aðgengi að hvölum
  • Mikil samlegðaráhrif við rekstur

 
Rannsókna- og fræðasetrið er hýst innan Þekkingarseturs Þingeyinga og er rekið í nánu samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga, Náttúrustofu Norðausturlands, Hvalasafnið á Húsavík og hvalaskoðunarfyrirtæki á svæðinu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is