Rannsóknir í ferðaþjónustu

Rannsókn á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu er yfirskrift þriggja ára samstarfsverkefnis Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Þekkingarnets Þingeyinga. Rannsóknin er unnin samhliða rannsókn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála á þjóðhagslegum áhrifum ferðaþjónustu og munu niðurstöður þessa verkefnis verða notaðar til samanburðar og staðfestingar á að hve miklu leyti mögulegt er að heimfæra þjóðhagslegar stærðir á einstök svæði. Aðrar rannsóknir sem tengjast verkefninu eru kannanir á ferðavenjum erlendra ferðamanna sem byggðar eru á spurningakönnunum sem framkvæmdar voru sumarið 2013 og 2014 í Mývatnssveit og á Húsavík og unnar í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga, Húsavíkurstofu og Mývatnsstofu.

Umsjón með verkefninu hefur Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is