Saga

Saga Rannsóknarsetursins á Húsavík

Snemma árs 2004 hófu Þekkingarsetur Þingeyinga og Náttúrustofa Norðausturlands markvissa vinnu að því að koma upp sérfræðiþekkingu á sviði sjávarspendýra. Í framhaldi af þessari vinnu var Rannsókna- og fræðasetur á Húsavík stofnað árið 2007 undir merkjum Háskóla Íslands.

Háskólasetrið á Húsavík er fyrsta rannsóknar- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi. Fyrst um sinn var þar eitt stöðugildi forstöðumanns en haustið 2012 eru um eitt og hálft stöðugildi utan forstöðumanns í hlutastarfi sem gegnir einnig kennslu við Líffræðideild Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is