Jöklar í bókmenntun, listum og lífinu - ráðstefna á Höfn í Hornafirði

Helgina 28.-30. apríl verður haldin ráðstefna á Höfn í Hornafirði með yfirskriftinni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu. Fyrir ráðstefnunni stendur Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn, í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Til ráðstefnunnar er boðið rithöfundum og fræðimönnum á sviði bókmennta, myndlistar og jöklafræða. Meðal gesta verða rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Ófeigur Sigurðsson sem öll hafa fjallað um jökla í skrifum sínum.

Í tengslum við ráðstefnuna verða settar upp sýningar af ýmsu tagi; í Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn verður málverkasýning á verkum í eigu safnsins, auk nokkurra verka sem koma frá Listasafni Íslands. Í Nýheimum verður ljósmynda- og kortasýning, handverkssýning, sýning á teikningum barna, sem og sýning á heimildamyndinni Jöklaland eftir Gunnlaug Þór Pálsson. Ráðstefnan er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Vinum Vatnajökuls.

Allir eru velkomnir að taka þátt: hlýða á fyrirlestra og skoða sýningar. Ef fólk vill gera sér helgarferð austur af þessu tilefni væri ráð að panta gistingu sem fyrst.

Föstudagur 28. apríl:

NÝHEIMAR

16:30   Mæting á ráðstefnuna, ráðstefnugögn afhent.

16:45   Setning ráðstefnunnar: Ávarp bæjarstjóra.

16:50   Karlakórinn Jökull flytur Jökulinn (lag: Jóhann Móravek, ljóð: Guðbjartur Össurarson).

16:55   Kynningar á ljósmyndasýningu og kortasýningu í Nýheimum.

17:00   Opnunarfyrirlestur í Nýheimum: Steinunn Sigurðardóttir: Jökullinn og tíminn: Við upphaf jöklaráðstefnu.

17:40   Opnun málverkasýningar í Listasafni Svavars Guðnasonar og kokteill.

18:15   Sýning á Jöklalandi eftir Gunnlaug Þór Pálsson.

20:15   Kvöldverður á Humarhöfninni.

Laugardagur 29. apríl

NÝHEIMAR

10:00   Fyrirlestur: Oddur Sigurðsson: Þekking Íslendinga á jöklum og eðli þeirra.

10:40   Fyrirlestur: Julian D‘Arcy: Um enska þýðingu og ‚þverfagleika‘ í Jöklabók Helga Björnssonar.

11:10   Kaffi og opnun á handverkssýningu og teikningum barna á bóksafni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í Nýheimum.

11:30   Fyrirlestur: Kristján Jóhann Jónsson: „Taugarnar þúsundir ísvetra ófu“ (jöklarnir í lundarfari landans).

12:10   Ljóðalestur: Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur les úr Frostfiðrildum (1. hluti).

12:20   Hádegisverður.

13:30   Ljóðalestur: Linda Vilhjálmsdóttir les úr Frostfiðrildum (2. hluti).

13:40   Fyrirlestur: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir: VÁ! Upplifun af undrun og ægifegurð andspænis jöklinum.

14:20   Fyrirlestur: Hlynur Helgason:  Jökullinn fangaður í mynd — birtingarmyndir íslenskra jökla í myndlist í ljósi kenninga breska gagnrýnandans Johns Ruskin.

15:00   Kaffi og meðlæti.

15:20   Ljóðalestur: Linda Vilhjálmsdóttir les úr Frostfiðrildum (3. hluti).

15:30   Fyrirlestur: Sveinn Yngvi Egilsson: Fagurfræði íssins: Jöklar og háleit orðræða.

16:10   Fyrirlestur Jón Yngvi Jóhannsson: Umhverfis jökla með Bjarti og Bensa. Dvöl og barátta í Aðventu og Sjálfstæðu fólki.

17:30   Hlé.

19:00   Kvöldverður í Pakkhúsinu.

Sunnudagur 30. apríl

HOFFELL

10:00   Fyrirlestur: Soffía Auður Birgisdóttir: Fegurð og vábrestir í jökulheimum: Af jöklum í íslenskum bókmenntum.

10:40   Fyrirlestur: Þorvarður Árnason: Með jökulinn í blóðinu – lifun og sjónarvottun klakabrennunnar.

11:20   Gönguferð um Hoffellsjöklulssvæðið undir leiðsögn Þorvarðar og Þrúðmars í Hoffelli.

12:00   Hádegisverður í Hoffelli.

13:00   Lokafyrirlestur og upplestur: Ófeigur Sigurðsson: Táknsæi jökla.

13:40   Samantekt og ráðstefnulok.

Ráðstefnan er öllum opin og engin ráðstefnugjöld eru innheimt. Gestir sjá sjálfir um að útvega sér gistingu og geta fengið málsverði á tilboðsverði ráðstefnudagana. Allir upplýsingar um slíkt verða í ráðstefnugögnum sem gestir fá við komu. Nánari upplýsingar hjá Soffíu Auði Birgisdóttur, s. 4708042, gsm. 8482003
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is