Jón Einar flytur erindi á Hrafnaþingi Náttúrfræðistofnunar

Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi ,flytur erindið „Merkingar á æðarkollum í Breiðafjarðareyjum“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 18. október kl. 15:15.

Hrafnaþing er heiti á röð fræðsluerinda Náttúrfræðistofnunar Íslands sem að jafnaði eru á dagskrá aðra hverja viku yfir vetrarmánuðina. Þar kynna starfsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, 3. hæð.

Í erindi Jóns Einars verður fjallað um langtímarannsókn á æðarfuglum sem hófst í Breiðafjarðareyjum árið 2015. Val fugla á hreiðurstæði er háð því að forðast rándýr á álegutímanum, auk þess sem það er tengt átthagatryggð, dagsetningu varps og varpárangri æðarkollna.

Markmið verkefnisins eru að:

  1. kanna hvort kvenfuglar sýni mismunandi átthagatryggð milli eyja og ára.
  2. skýra einstaklingsbreytileika í vali á hreiðurstæði og varpárangri.
  3. bera saman varpárangur, dagsetningu varps, og álegu milli rannsóknareyjanna, sem eru ólíkar um staðhætti, gróðurfar, afræningja og tegundir annarra varpfugla.
  4. kanna hvort tryggð við hreiður eykst með aldri kvenfugla.

Nánar má lesa um erindið hér.

Allir velkomnir. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is