Meistarafyrirlestur um hnúfubak

Rangyn Lim. meistaranemi, flutti fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í líffræði í lok maí. Verkefnið bar heitið Humpback whale (Megaptera novaeangliae) song description from a subarctic feeding ground.

 

Rannsóknin fólst í skráningu og athugunum á söng hnúfubaks í Skjálfandaflóa. Talið er að hnúfubakurinn sé í fæðuleit í Skjálfandaflóa. Lítið er vitað um söng hnúfubaks á fæðuslóð, en mestar upplýsingar eru til um söng þeirra á suðlægari breiddargráðum, þar sem þeir makast.

 

Leiðbeinendur voru þau Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, Edda Elísabet Magnúsdóttir og Jörundur Svavarsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is