Meistaraverkefni um eldi Evrópuhumarsins

Á dögunum varði Soffía Karen Magnúsdóttir meistaraverkefni sitt við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Verkefnið vann hún að miklu leyti við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum undir handleiðslu Ragnheiðar Ingu Þórarinsdóttur prófessors og Halldórs Pálmars Halldórssonar, forstöðumanns Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum. Þá sat Jörundur Svavarsson professor einnig í meistaranefndinni. 

Evrópuhumarinn er verðmæt tegund tífættra krabba sem finnst við flestar strandlengjur Evrópu. Árleg heildarveiði er rétt yfir 5000 tonnum og afurðaverð er hátt. Á þessum tímapunkti er tegundin hvergi í fullu
eldi, en landeldi gæti tæknilega séð fyrir stöðugu framboði og gæðum. Til að rannsaka vaxtarhraða, efnaskiptahraða og lifun Evrópuhumra voru fluttir til landsins unghumrar frá Institute of Marine Research, Noregi og National Lobster Hatchery í Cornwall, Bretlandi. Tilraunaeldið for fram í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum í Sandgerði og í Sæbýli ehf á Eyrarbakka. Gerðar voru tilraunir með fóður, hita og ljós. Nánar má lesa um verkefnið hér. 

Við óskum Soffíu Karan hjartanlega til hamingju með áfangann.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is