Elisabeth Knudsen

Elisabeth Knudsen mastersnemi hóf stórf haustið 2017. Hún er frá Þórshöfn í Færeyjum.

Auk þess að starfa við rannsóknir á erfðaefni æðarfugls, tekur Elisabeth virkan þátt í æðarrannsóknum, bæði í Breiðafirði og Færeyjum.

Verkefnislýsing:

Ute Stenkewitz

Ute Stenkewitz hóf störf 1. Nóvember 2018. Ute er frá Þýskalandi en hefur búið á Íslandi síðan 2010.

Ute starfaði við rjúpnarannsóknir á Náttúrufræðistofnun undanfarin ár og vann þar doktorsritgerð sína (2017) um Sníkjudýr og stofnbreytingar rjúpunnar á Íslandi (Parasites and population change of rock ptarmigan in Iceland). Leiðbeinandi hennar var Ólafur K. Nielsen vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, en hann hefur um árabil sinnt vöktun rjúpnastofnsins og rannsóknir á vistfræði hans og veiðiþoli.

Vilhelm Vilhelmsson

Vilhelm Vilhelmsson er fæddur á Hvammstanga árið 1980 og ólst þar upp til fullorðinsára. Hann lauk BA prófi í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 2009, MA prófi við Háskóla Íslands árið 2011 og doktorsprófi í sagnfræði við sama skóla árið 2015. Sérsvið hans er félagssaga 18. til 20. aldar með áherslu á líf og kjör alþýðu. Doktorsritgerð hans fjallar um vistarband á Íslandi á 19. öld.

Ellen Magnúsdóttir

Ellen Magnúsdóttir líffræðingur starfar við æðarmerkingar á sumrin (síðan 2015). Undanfarna vetur hefur hún verið líffræðikennari við menntaskólann í Reykjavík.

Annáll 2017

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, annáll ársins 2017

Handritalestur - dagbækur á Ströndum

Mikið er til af persónulegum heimildum í handritasöfnum. Hér er í gangi dálítið tilraunaverkefni um uppskriftir á slíkum heimildum sem tengjast Ströndum. Öll sem viljið megið taka þátt í þessu uppskriftaverkefni, skjölin sem unnið er með eru öll aðgengileg á þessari síðu. Einnig getið þið haft samband við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu í netfanginu jonjonsson@hi.is.

Humpback Whale Entanglement Assessment and Mitigation in Iceland

This PhD. project is conducted by Charla Basran under the supervision of Dr. Marianne Rasmussen, and focuses mainly on the entanglement of humpback whales in the fishing industry. Firstly, the project assesses scarring on the humpbacks that can be attributed to prior entanglement injuries. This is used to determine how many humpback whales in Iceland have been entangled in fishing gear before, through analysis of photographs from around the country taken by researchers, interns, and collected from whale watching tourists.

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is