Söguleg samsetning þorskstofnsins

Á verstöðvum víða um land má finna þorsksbein sem aldursgreina má með nokkurri nákvæmni. Þessi bein eru 100- 1000 ára gömul eða allt frá landnámi. Úr beinunum má ná erfðaefni og meta styrk efnasamsæta sem geta gefið til kynna fjölda vistfræðilegra þátta m.a. stofnstærð, stofnuppbyggingu, aðlaganir að hita og hitabreytingum, fæðunám og vistfræðliegar breytingar í sjónum.  Niðurstöður þessara rannsókna hafa þegar gefið til kynna mikla röskun á vistkerfi hafsins í kringum Ísland á 16. öld, við upphaf litlu ísaldar, sem  leiddu líklega til hruns í þorskstofninum.

Unnið er að áframhaldandi rannsóknum sem kanna áhrif hitabreytinga á síðasta árþúsundi á 1) far, genaflæði og breytingar á dreifingu þorska í norður Atlantshafi 2) aðlaganir og val á einstök gen á ólíkum tímabilum og 3) fæðunám og stöðu þorsk í fæðukeðjunni á mismunandi tíma.

 

 

 

Þetta verkefni er unnið í samstarfi við fjölda líf- og fornleifafræðinga í Danmörku, Færeyjum, Kanada og Bandaríkjunum. Áhugasömum um möguleika til samstarfs, nemenda verkefni eða frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við Guðbjörgu, gaol@hi.is.

 

 

 

Greinar

Ólafsdóttir GÁ, Westfall KM, Edvardson R & Pálsson S. 2014. Historical DNA reveals the demographic history of Atlantic cod (Gadus morhua) in medieval and early modern Iceland.Proceedings of the Royal Society B.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is