Vistfræði þorskseiða

þorskseiði

Meginmarkmið rannsóknanna er að kanna þá vistfræðilegu og umhverfislegu þætti sem hafa áhrif á lifun þorskseiða frá og með þeim tíma þau taka botn við strendur landsins. Lítið er vitað um þennan hluta lífssögu þorsksins við Ísland en það er ljóst að breytingar á þéttleika og lifun á þessu æviskeiði hafa áhrif á stofnstærð þorsksins. Frekari rannsóknir á þessu sviði skipta því miklu fyrir íslenskan sjávarútveg.

 

Við könnum m.a. áhrif hitastigs, samkeppni innan og á milli tegunda, búsvæðabreytileika og fæðunáms á þéttleika og lifun þorskseiða við það sem telja má náttúrulegar eða kjöraðstæður. Auk þess eru áhrif utanaðkomandi þátta t.d. umhverfisröskunar eða áhrifa sleppifisks úr eldi rannsökuð sérstaklega.

 

þorskseiði2Veiðar á seiðum fara að mestu leiti fram um norðvestanvert landið, frá Breiðafirði að Húnaflóa að hausti. Auk veiða, vistfræðilegrar sýnatöku og upptökum af atferli í náttúrunni notum við búrtilraunir á rannsóknarstofu til að geta fullstýrt einstökum þáttum sem við höfum áhuga á t.d. þéttleika, uppruna eða fæðuframboði.

 

Rannsóknir setursins á þorskseiðum hafa verið styrktar af rannsóknasjóðum m.a. Verkefnasjóði sjávarútvegsinsAVS og Náttúruverndarsjóði Pálma Haraldssonar. Tvær MSc ritgerðir hafa verið skrifaðar auk vísindagreina.

 

Boðið er upp á þátttöku nemenda og sjálfboðaliða í þessum rannsóknum og er möguleiki á að fá þátttöku metna til eininga innan Háskóla Íslands að uppfylltum skilyrðum. Vegna nemendaverkefna er, auk úrvinnslu sem tengist beint sýnatöku, aðstaða til helstu vistfræðimælinga, atferlistilrauna með seiði, stofnerfðafræði rannsókna auk þess sem við vinnum reglulega með mælingar á stöðugum efnasamsætum. Við bendum áhugasömum á að hafa samband við Guðbjörgu, gaol@hi.is.

 
Greinar
 

Ólafsdóttir GÁ, Gunnarsson GS & Karlsson H. Trophic niche shifts and individual specialization of juvenile Atlantic cod (Gadus morhua) following benthic settlement. Submitted to Marine Ecology

Theodorou, P., Snorrason, S.S. & Ólafsdóttir, G.Á. 2013. Habitat complexity affects how young of the year Atlantic cod perceive predation threat from older conspecifics Journal of Fish Biology.

Theodorou, P., Snorrason, S.S. & Ólafsdóttir, G.A. 2012. Reaching the limit: Constrained behavioural flexibility of juvenile Atlantic cod (Gadus morhua) at current coastal temperatures. Journal of Experimental Marine Biology and Ecology, 413: 192-197.

 

 

.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is