Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra tók til starfa árið 2009. Meginviðfangsefni þess er sagnfræðirannsóknir og er það fyrsta rannsóknasetrið sem sérhæfir sig í rannsóknum á sviði hugvísinda.
Auk rannsókna á sviði réttarsögu og menningartengdrar ferðaþjónustu hefur á vegum setursins verið unnið að verkefnum á sviði munnlegrar sögu í samvinnu við Miðstöð munnlegrar sögu,fræðastofnanir, félög og fyrirtæki í Húnaþingi vestra.
Setrið er til húsa að Einbúastíg 2 á Skagaströnd þar sem einnig er annar rekstur tengdur rannsóknum, menningarstarfsemi og stjórnsýslu svæðisins.
Forstöðumaður setursins er Lára Magnúsardóttir.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu setursins.