Vísindakaffi í Sandgerði 26. september 2013

Vísindakaffi verður haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði 26. september kl. 20:00 - 22:00. 

 

Dagskráin verður helguð rannsóknum á grjótkrabba og kræklingi sem hafa verið stundaðar við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum - og lýkur henni með því að gestir fá að bragða bæði krækling og krabba sem veitingahúsið Vitinn í Sandgerði matreiðir. Hluti af rannsóknum Rannsóknasetursins hefur miðað að því að kanna nýtingarmöguleika grjótkrabbans sem er nýr landnemi við strendur landsins og er veitingahúsið samstarfsaðili í þeim þætti rannsóknanna.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is