Ársfundur í Sandgerði 21. mars. Skráningarfrestur rennur út 20.mars.

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra verður haldinn 21. mars kl. 13:00 til 16:30 í Þekkingarsetri Suðurnesja að Garðvegi 1 í Sandgerði.

Yfirskrift fundarins er Rannsóknir og þekkingarstörf á landsbyggðinni. Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands setur fundinn og Rögnvaldur Ólafsson forstöðumaður Stofnunar rannsóknasestra segir frá starfsmenni árið 2012.  Þá segja þrír starfsmenn við Rannsóknasetur HÍ frá rannsóknum sínum.

Í lok fundar, kl. 16:00. undirrita Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Kristin Ingólfsdóttir rektor HÍ nýjan samning um Rannsóknasetur HÍ, viðauka með samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis við Háskóla Íslands.

Rúta fer frá Aðalbyggingu HÍ kl. 12:00 og úr Sandgerði kl. 16:45. Ferðin er í boði Stofnunar rannsóknasetra en þeir sem ætla með rútunni eru beðnir að taka það fram við skráningu. Hægt er að skrá sig á vefsíðu Stofnunar rannsóknasetra eða í síma 525-4920.

Frestur til skrá sig á fundinn er framlengdur til hádegis miðvikudaginn 20. mars.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is