Vísindakaffi á Húsavík

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðausturlandi, Húsavíkurbær og Norðursigling bjóða ykkur öll velkomin á Vísindakaffi 20. september kl. 17-19. Að þessu sinni munum við halda út á sjó og  bjóða gestum að kynnast hljóðum undirdjúpanna. Rannsókna-og fræðasetrið vinnur um þessar mundir með fjölbreyttar hljóðupptökuaðferðir við rannsóknir á hvölum. Haldið verður út á sjó frá bryggju Norðursiglingar kl.17 og heimkoma áætluð kl. 19. Vísindakaffisiglingin kostar ekkert og kaffið verður í boði Rannís.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is