Að belgja sig út fyrir veturinn: Aðferðir hrefnunnar

Sumt fólk á í vandræðum með að koma jafnvægi á orkunýtinguna sína, en hugsið ykkur hversu flókið það væri að koma jafnvægi á orkuinntökuna og viðhalda henni, ef þú hámaðir viðstöðulaust í þig í hálft ár áður en þú tækir aðra hálfs árs langa föstu á meðan þú ferðaðist til mökunarstöðva við miðbaug.

 

Þessi vandkvæði blasa við hrafnreyðum sem kjósa að éta í næringarríkum sjónum við Ísland. Frederik Christiansen frá Háskólanum í Aberdeen í Englandi segir frá því hvernig hvalir sem borða í slíkum lotum geyma miklar birgðir af umfram orku í sérstökum fituvefjum, sem vísindamenn eru áfjáðir í að vita meira um og þá; hvernig, hvenær og hvar þroskaðir og óþroskaðir hvalir nota og geyma orku. Hann bætir við að unghveli séu líklegri til að nýta orkuna í vöxt, á meðan eldri dýr (á kynþroskaaldri) eru líklegri til að geyma orku fyrir komandi mánuði, þá sérstaklega kálfafullar kýr. Spennt yfir að komast að meiru um orkusöfninar-aðferð hvalanna, hafa Frederik og félagar hans; Gísli Víkingsson, David Lusseau og Marianne Rasmussen ákveðið að greina dreifingu hvalsspiks á hrefnum, á næringarstöðvum þeirra við Ísland, til þess að komast að meiru.

Upprunaleg frétt birtist á vefsíðunni The Journal of Experimental Biology, þar sem má lesa greinina í heild sinni.
Huld Hafliðadóttir íslenskaði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is