Háskólalestin í Sandgerði 27. ágúst

Háskólalestin verður í Sandgerði laugardaginn 27. ágúst í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands.  Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna, öllum opin og alveg ókeypis.

Starfsemi Rannsóknaseturs HÍ í Sandgerði verður kynnt í Samkomuhúsinu og Fræðasetrinu kl. 12–16. Þar verða starfsmenn setursins með líflega og skemmtilega kynningu á fjölbreyttum rannsóknum sem þar eru stundaðar, m.a. á kröbbum, fiskum, kræklingum og öðuskeljum og ótal mörgu fleira.

Í Samkomuhúsinu verður vísindaveisla frá kl. 12 til 16

* Sprengjugengið landsfræga sýnir kl. 12.30 og 15.00
* Stjörnutjaldinu, sýningar á hálftíma fresti kl. 13 til 16
* Eldorgel og sýnitilraunir
* Undraspeglar og snúningshjól
* Japönsk menning og Vísindavefur
* Stjörnufræði, jarðfræði, fornleifafræði
* Tæki og tól, mælingar og pælingar
* Ótal margt fleira að skoða, kanna og upplifa.

Í Fræðasetrinu verða fræðsluerindi frá kl. 13.30 til 16.30

13.30 Sandgerði í 1000 ár. Reynir Sveinsson
14.00 Hvað er verið að bralla á Botndýrastöðinni í Sandgerði? Guðbjörg Haraldsdóttir
14.30 Fjörunytjar við Sandgerði. Eydís Mary Jónsdóttir
15.00 Getum við hjálpað regnskógunum? Rannveig Magnúsdóttir
15.30 Hvernig hljóma hvalir við Ísland? Edda Elísabet Magnúsdóttir
16.00 Minke Whale Research in Garður. Frederik Christianssen

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is