Flutningur framandi lífvera

Sindri hélt föstudagsfyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar Háskóla Íslands 2.mars síðastliðinn. Erindið bar yfirskriftina Flutningur framandi lífvera og landnám grjótkrabba við Ísland. Það var góð mæting og sköpuðust líflegar umræður að fyrirlestri loknum.

Landnám framandi tegunda er eitt af alvarlegustu umhverfis- og efnahagslegu vandamálum sem blasa við heimsbyggðinni í dag. Flutningur sjávarlífvera í kjölfestuvatni skipa er talin ein meginástæða þess. Á síðastliðnum árum hafa nokkrar tegundir sjávarlífvera numið land við Ísland, þar á meðal hinn norður-ameríski grjótkrabbi (Cancer irroratus). Farið var yfir helstu flutningsleiðir sjávarlífvera auk þess sem greint var frá landnámi grjótkrabbans hér við land.

Sjá auglýsingu hér af síðu HÍ.

------------

Fyrir þá sem misstu af fyrirlestri Sindra má benda á viðtal sem tekið var við hann 7.mars síðastliðinn í Speglinum á Rás 2.

Viðtalið má nálgast hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is