Vel heppnuð hvalaráðstefna á Húsavík

Fyrsta hvalaráðstefnan var haldin á Húsavík í sumar á vegum Rannsóknasetursins og Hvalasafnsins á Húsavík og lukkaðist hún með eindæmum vel. Kynntar voru nýjar rannsóknir úr Skjálfandaflóa, auk þess sem kynnt var svokallað Code of Conducts fyrir ábyrga hvalaskoðun.

Þá voru kynntar og ræddar hugmyndir um hvernig bæta megi hvalaskoðun og hvalaskoðunarmenningu á Íslandi og þá rannsóknamöguleika sem flóinn býður upp á. Tveir af framsögumönnum ráðstefnunnar voru áður útskrifaðir MS nemar Dr. Marianne Rasmussen.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is