Heimildir um fortíðina innihalda margvíslegar upplýsingar um fólk og fræðimenn vitja heimildanna gjarnan til þess að kynnast þessu fólki, lífi þeirra, hugsunum og tilfinningum í von um að öðlast innsýn í fortíðina. En hversu raunsanna mynd af fólki í öllum sínum margbreytileika gefa þær heimildir sem varðveist hafa? Málþingið er hugsað sem vettvangur til að ræða þessi álitamál og fleiri frá ólíkum hliðum og um leið að leggja fram tilgátur, varpa fram nýjum spurningum og verða fyrir innblæstri fyrir áframhaldandi rannsóknir um fólk fortíðarinnar.
Dagskrá:
Sigurður Gylfi Magnússon: Fulltrúar fólksins! Er þá einhvers staðar að finna?
Lára Magnúsardóttir: Hver ber andlegar afleiðingar afbrota? Tilurð heimilda í sögulegu samhengi
Ólafur Arnar Sveinsson: Rannveig og Torfhildur í Kanada á 19. öld. Vangaveltur um aðferðafræðileg og siðferðisleg vandamál við úrvinnslu sendibréfa
Vilhelm Vilhelmsson: Stílfært og sett í samhengi: Um sniðmát vitnisburða í réttarheimildum
Erla Hulda Halldórsdóttir: Fortíðin er framandi land.
Kristján Mímisson: Ævisöguleg fornleifafræði og fornleifafræði hins ævisögulega
Fundarstjóri er Sigurður Gylfi Magnússon.