Lilja B. Rögnvaldsdóttir með erindi á Þjóðarspeglinum

Lilja B. Rögnvaldsdóttir verkefnisstjóri á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík, hélt erindi á Þjóðarspeglinum í morgun. Erindið fjallaði um rannsóknir hennar á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum, en það er samstarfsverkefni á vegum Þekkingarnets Þingeyinga, Háskóla Íslands og Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.

Kynntar voru niðurstöður ferðavenjukönnunar á Húsavík sumarið 2013. Sú könnun er partur af stærra verkefni sem hefur það markmið að vega bein efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu með hliðsjón af alþjóðlegri forskrift ferðaþjónustureikninga. 

Erindið í heild sinni má finna hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is