Stefna Stofnunar rannsóknasetra 2015 - 2017

Stefna Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2015-2017 var kynnt á ársfundi stofnunarinnar á Húsavík 9. apríl. Sæunn Stefánsdóttir forstöðumaður greindi frá helstu atriðum stefnunnar sem skipt er í fjóra þætti:

  • Stefna um rannsóknir
  • Stefna um nám og kennslu
  • Stefna um mannauð
  • Stefna um samfélagslega ábyrgð

 

Stefnan tekur mið af stefnu Háskóla Íslands og er ætlað að verða starfsemi rannsóknasetra leiðarvísir inn í framtíðina.

Vinna við stefnumótunina hófst á sameiginlegum fundi ráðgefandi nefndar og forstöðumanna rannsóknasetra í Gunnarsholti í september sl. en síðan tók við stýrihópur skipaður forstöðumanni stofnunarinnar, fulltrúum forstöðumanna rannsóknasetra og ráðgefandi nefndar sem og verkefnisstjóra stofnunarinnar. 

Að loknum ársfundi var haldinn vinnufundur starfsfólks rannsóknasetra Háskóla Íslands, unnið var áfram að endanlegri útgáfa stefnunnar og áætlanir gerðar um útfærslu hennar og eftirfylgd. 

 

Í framhaldi ársfundar og frekari umfjöllunar staðfesti ráðgefandi nefnd Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands stefnuna til næstu þriggja ára og var stefnan kynnt í háskólaráði Háskóla Íslands á fundi ráðsins í júní 2015.

 

Stefna Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2015-2017

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is