Málstofa um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld í Rannsóknasetri Háskólans, Skagaströnd 7. nóvember kl. 14

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og námsnraut í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af nám­skeiði í sagn­fræði og gera sjö sagnfræðinemar grein fyrir rannsóknum sínum um efnið. Kenn­ari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Fundarstjóri er Harpa Ásmunds­dóttir sagn­fræðinemi.

Málstofan hefst kl. 14 og eru allir velkomnir og frítt inn.

Átjándu aldar kökur í kaffihléinu.

 

 

 

14:00: Setning

14:10-14:30
Baldur Þór Finnsson: Ríkidæmi Þingeyraklausturs. Óánægður almúgi og innheimta yfirvalda

14:30-14:50
Þórður Vilberg Guðmundsson: Hungurdauði og hallæri í Húnavatnssýslu 1755-1756

14:50-15:10
Brynhildur L. Ragnarsdóttir: Dauðamein Húnvetninga í Tjarnarsókn 1785-1815

Kaffihlé 15:10-15:40

15:40-16:00
Bjarni Þ. Hallfreðsson: Fólk á Vatnsnesi.
Hvernig þróaðist byggð og félagsgerð byggðarinnar á norðanverðu Vatnsnesi á 18.öld?

16:00-16:20
Hafdís Líndal: Byggð og búfé í Vatnsdal

16:20-16:40
Linda Ösp Grétarsdóttir: Sakamál í Húnavatnssýslu á árunum 1756-1760.
Framkvæmd refsinga

16:40-17:00
Þórdís Lilja Þórsdóttir: Blóðskömm í Húnavatnssýslu 1720-1806.
Dómar og refsingar fyrir blóðskömm í Húnavatnsýslu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is