„Ekkja elur dreng, sögusagnir kvikna um faðerni: Hvað þýða heimildirnar?“

Þriðjudaginn 5. janúar flytur Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist „Ekkja elur dreng, sögusagnir kvikna um faðerni: Hvað þýða heimildirnar?“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands en hádegisfyrirlestraröðin er skipulögð í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Nánar má lesa um fyrirlesturinn á vef Sagnfræðingafélagsins en þar mun einnig birtast hljóðupptaka af fyrirlestrinum eftir að honum lýkur.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is