Vistfræði spóa á Suðurlandi

Sumrin 2009-2011 vann Borgný Katrínardóttir að meistaraverkefni sínu við Háskóla Íslands, en verkefnið fjallaði um vistfræði spóa á Suðurlandi. Leiðbeinandi hennar var Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. Í pistli á heimasíðu sinni, gerir hann grein fyrir helstu niðurstöðum verkefnisins.

Markmið með verkefni Borgnýjar var að skýra af hverju spóar sækja svona mikið í hálfgróin búsvæði, sem oft má finna meðfram ám, þar sem flóð hafa raskað gróðurframvindu og skiptast á sandur, pollar og gróðurflesjur, gjarnan með hrossanál og víðirunnum á stangli. Spóar verpa mun þéttar á slíkum stöðum heldur en á ýmsum öðrum þar sem spóar verpa líka í talsverðum mæli, t.d. í mólendi og graslendi. Líklegt þótti að munur á fæðuframboði og varpárangri myndi skýra mun á þéttleika spóa milli hálfgróinna áreyra og annarra svæði en fæðuframboð hefur áhrif á afkomu og ungir vaðfuglar snúa gjarnan aftur sem varpfuglar á æskustöðvar sínar. Þannig ættu spóar að verpa í hærri þéttleika þar sem fleiri ungar komast upp að jafnaði. Verkefnið var því sett upp til að bera saman fæðuframboð og varpárangur milli þessara kjörsvæða spóa og annarra, Framgangur þess var nú ekki snurðulaus þar sem gosin í Eyjafjallajökli 2011 og í Grímsvötnum 2012 settu mark sitt á verkefnið, Nánar má lesa um þá framvindu og helstu niðurstöður rannsóknarinnar hér. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is