Sérlega stefnuvirk hljóðsjá náhvala

Út er komin skýrslan Highly Directional Sonar Beam of Narwhal (Monodon monoceros) Measured with a Vertical 16 Hydrohphoe Array eftir Marianne Rasmussen og félaga.

Rannsóknin fólst í að taka upp hljóð náhvala með 16-raða neðansjávarupptökutæki í hafísfylkingum í Baffin Bay við Grænland á ellefu stöðum árið 2013. Hljóðgeislinn sýnir keilulaga form með mjórri geisla fyrir ofan öxul geislans. Gæti þetta verið þróunarlegt forskot tannhvala til að minnka bergmál frá vatnsyfirborði eða ísyfirborði. Rannsóknin gefur gagnlegar upplýsingar fyrir mælingar á hljóðum náhvala og fyrir vöktun og notkun á hljóðsjármælitækjum á norðurslóðum.

Nánar um rannsóknina má lesa hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is