Pallborð um hagnýtingu og miðlun þjóðfræðiefnis

Þjóðtrúardaginn mikla, föstudaginn 13. janúar kl. 17:00, stendur Félag þjóðfræðinga fyrir pallborðsumræðum um hagnýtingu og miðlun þjóðfræðiefnis. Þar segja nokkrir þjóðfræðingar segja frá verkefnum sínum og eftir það verða svo umræður um efnið.

Jón Jónsson segir frá þjóðfræðiverkefnum á Ströndum og Rannsóknarsetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu. 
Ólöf Magnúsdóttir segir frá gagnvirku upplifunarsýningunni Huliðsheimar.
Sóley Björk Guðmundsdóttir segir frá smáforritinu Lifandi landslag.
Særún Lísa Birgisdóttir segir frá fyrirtæki sínu Lisa day tours og hvernig nýta má þjóðfræðina í ferðaþjónustu.

Viðburðurinn er haldinn í ReykjavíkurAkademíunni að Þórunnartúni 2. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is