Háskólalestin í Sandgerði

Háskólalestin hóf yfirreið sína í maímánuði í byrjun maí þegar hún heimsótti Vík í Mýrdal og síðustu helgi, 12. og 13 maí var hún í Sandgerði. Á föstudeginum sóttu nemendur í Grunnskólanum í Sandgerði valin námskeið í Háskóla unga fólksins á vegum Háskólalestarinnar en í boði voru námskeið sem tengjast blaða- og fréttamennsku, eðlisfræði, efnafræði, japönsku, jarðfræði, leik að hljóði, leyndardómum miðaldahandrita, stjörnufræði, tómstunda- og félagsmálafræði og vindmyllusmíði. 
 
Daginn eftir var svo slegið upp heljarinnar vísindaveislu í skólanum sem opin var bæði ungum sem öldnum frá kl. 12-16. Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Sandgerði tók þátt í veislunni en í veislunni gátu gestir skoðað kynjaverjur úr hafdjúpunum, spreytt sig á alls kyns þrautum, tækjum og tólum, kynnt sér japanska tungu, ferðast um himingeiminn í stjörnutjaldinu, kynnst undrum efnafræðinnar, prófað vindmyllusmíði og gert ýmis konar óvæntar uppgötvanir. 
 
Háskólalestin hefur heimsótt hátt í 30 staði víða um land frá því að henni var ýtt af stað á aldarafmælisári skólans árið 2011. Lestin brunar nú um landið sjöunda árið í röð en áhöfnin hefur frá upphafi lagt áherslu á lifandi og skemmtilega miðlun vísinda til fólks á öllum aldri. 
 
Háskólalestin verður á Vestfjörðum síðar í maímánuði:
19. og 20. maí - Flateyri
26. og 27. maí – Patreksfjörður
 
Sprengju-Kata kynnir undir efnafræðinnar í HáskólalestinniGrjótkrabbinn vekur athygli gesta Vísindaveislunnar
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is