Norðurland vestra

Um okkur

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra hóf starfsemi á Skagaströnd í nóvember 2009 en opnaði formlega í apríl 2010. Það er eitt af þeim af setrum sem Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hefur sett upp víða um landið í þeim tilgangi að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Rannsóknasetrin, sem eru sjálfstæðar rannsóknarstofnanir eru jafnframt vettvangur fyrir samstarfsverkefni með sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Rannsóknarsvið seturs á Skagaströnd er sagnfræði og er forstöðumaður þess Vilhelm Vilhelmsson.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is