Kynning á Flateyjarbók

 

                         

Kynning á Flateyjarbók fyrir almenning fór fram í Rannsóknasetrinu á Skagaströnd 10. apríl. Þar kynnti Svanhildur Gunnarsdóttir safnakennari hjá Árnastofnun ljósritað handrit af bókinni og sýndi áhöld og efni eins og þau sem notuð voru við ritun bókarinnar.  Þá fjallaði Svanhildur almennt um ritun skinnhandritanna og stuttlega um söfnun þeirra á sínum tíma. Eftir að hafa svarað spurningum gesta fékk fólk að prófa að skrifa á skinnbúta með fjaðurstöfum og heimagerðu jurtableki.  

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is