Starfsfólk

Forstöðumaður

Vilhelm Vilhelmsson er fæddur á Hvammstanga árið 1980 og ólst þar upp til fullorðinsára. Hann lauk BA prófi í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 2009, MA prófi við Háskóla Íslands árið 2011 og doktorsprófi í sagnfræði við sama skóla árið 2015. Sérsvið hans er félagssaga 18. til 20. aldar með áherslu á líf og kjör alþýðu. Doktorsritgerð hans fjallar um vistarband á Íslandi á 19. öld. Þar er einblínt á samskipti yfirboðara og undirsáta og leiðir þeirra síðarnefndu til að andæfa valdboði í daglegu lífi. Hann hefur einnig lagt fyrir sig rannsóknir á sögu íslenskra vesturfara og aðlögun þeirra að kanadísku samfélagi í lok 19. aldar ásamt hugmynda- og hugarfarssögu 19. aldar. Eftir hann eru bækurnar Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld (Sögufélag 2017) og Sakir útkljáðar. Sáttabók Miðfjarðarumdæmis í Húnavatnssýslu 1799‒1865 (Háskólaútgáfan 2017). Einnig hefur hann ritað fjölda greina um söguleg efni og sett upp texta- og ljósmyndasýningar. Auk rannsókna hefur hann starfað sem stundakennari við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann er jafnframt annar af tveimur ritstjórum Sögu, tímarits Sögufélags. Hann býr á Hvammstanga ásamt eiginkonu og tveimur börnum.

 

Aðrir Starfsmenn

Ólafur Bernódusson, náms- og starfsráðgjafi, kom til starfa sem verkfnissjóri við setrið í tæplega hálfu starfi í september 2012. Auk vinnu fyrir rannsóknasetrið, m.a. á bókasafni Halldórs Bjarnasonar, sinnir Ólafur verkefnum fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd og Farskóla Norðurlands Vestra. 

 

Sean Lawing

Dagana 9. til 22. júní 2013 dvaldi Sean Lawing á Skagaströnd og vann að rannsóknum sínum á bókasafni Halldórs Bjarnasonar hjá Rannsóknasetrinu.

Sean  er doktorsnemi við  Íslenskudeild Háskóla Íslands. Í ritgerð sinni "Disfigurement in Old Norse-Icelandic Law and Literature" fjallar hann um ofbeldislýsingar í Íslenskum miðaldasögum og samsvarandi framsetningu þeirra í íslenskum og norskum lögum frá sama tíma. Rannsóknarefnið sem hann vinnur að nú um stundir kallar hann: "Plotting against their Lives: fjörráð in Sturlunga saga".  Meðfram doktorsnámi sínu starfar Sean Lawing sem fyrirlesari í sögu og ritun við Bryn Athyn College, PA USA.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is